veturinn er
varla kaldur
með þér
verð blóðlaus
í hendinni frekar en að
sleppa þinni
held við getum ekki
elskað hvort annað án skilyrða
en er það ást?
vildi ég gæti
hrist þig af mér
er að taka og taka til
til þess að reyna hafa
eitthvað aðeins
á hreinu
vildi ég væri rafmagnsbíll
og gæti stungið mér
í samband
er alltaf að draga línur
í sandinn í þessari
markalausu eyðimörk
hlakka til að deila með þér fleiri orðum í næstu viku.
þú getur fylgst með orðunum daglega á instagram.