February 22, 2021

orð sem ég fann og deildi daglega í story 
á instagram í síðustu viku.

 
 

 

hver er munurinn á
friðsæl eða dofin?

 


 

þegar ég elska þig
svo heitt í draumheimum
að ekkert er réttara
en ástin okkar
svo er ég lengi milli svefns
og vöku og smám saman
fatta ég að ég þekki þig
ekki einu sinni í
raunveruleikanum
eyði svo deginum
í að reyna komast
yfir þig

það má allt koma
hrynjandi niður í
kringum mig
ég ætla samt
bara að standa
hérna áfram


 

langar að toga úr
mér allt myrkrið
sem er falið þarna
einhversstaðarþað er rosa margt
sem þú vilt frá mér
en núna er mér loksins sama
því ég vil ekkert frá þér 

mér líður eins og það
hafi aldrei verið klippt
á naflastrenginn

 

 

þakklát fyrir
allar konurnar
sem hafa byggt mig upp
eftir mennina sem
rifu mig niður

hlakka til að deila með þér fleiri orðum í næstu viku. 
þú getur fylgst með orðunum daglega á instagram.Also in orð vikunnar

orð vikunnar // 8.-14.feb
orð vikunnar // 8.-14.feb

February 15, 2021

orð vikunnar // 1.-7.feb
orð vikunnar // 1.-7.feb

February 08, 2021

orð vikunnar // 25.-31.jan
orð vikunnar // 25.-31.jan

February 01, 2021