November 23, 2020

einhver af orðunum sem ég fann í síðustu viku. 
stundum nokkur, stundum fleiri en alltaf einhver. 
 
 

stundum er svo erfitt að
sjá hversu vel manni gengur
að líma sig saman þegar að maður
stendur við hliðiná einhverjum sem
hefur aldrei brotnað

líka svo auðvelt að líða
fullkláruð samanlímd stytta
við hliðiná einhverjum sem var
að brotna


 


það að ég fyrirgaf þér
hefur ekkert með þig
að gera

 

þú ert allt
sem mig dreymdi um

 

 

hér koma svo nokkur ljóðanna sem ég samdi 
fyrir sérsömdu ljóðin sem hægt er að panta út nóv: 


þú ert fyrirliði
í leiknum sem
lífið þitt er og það er
engin heppni að þú
skorar þegar þú skýtur
þú leggur undir allt
sem þú átt
og meðan fæturnir
þínir standa stöðugir
á jörðinni þá stefnir
hugurinn þinn
himinhátt






 


við þurfum ekki að vita
hvað tímanum líður þegar
við liggjum saman
og horfum á himininn
sama hvort það er
sólsetur eða
sólarupprás eða
eitthvað þar á milli
við erum tveir faðmar
skapaðir fyrir
hvorn annan

 



hlakka til að deila með þér fleiri orðum í næstu viku.



Also in orð vikunnar

orð vikunnar // 15.-21.feb
orð vikunnar // 15.-21.feb

February 22, 2021

orð vikunnar // 8.-14.feb
orð vikunnar // 8.-14.feb

February 15, 2021

orð vikunnar // 1.-7.feb
orð vikunnar // 1.-7.feb

February 08, 2021