Vefverslun er hætt - fréttir koma síðar hvort plakötin verði fáanleg í verslunum <3

0

Your Cart is Empty

August 24, 2020

einhver af orðunum sem ég fann í síðustu viku. 
stundum nokkur, stundum fleiri en alltaf einhver. 


fólk póstar myndum
af afkvæmum sínum
á tímamótum
með yfirskriftinni
“hvert fór tíminn?”

í dag eru átta ár 
síðan ég fékk þig
í fangið og án þess að
vita hvaða kyn þú værir
sagði ég:
“vá hvað hann er fallegur”
ég var of hugfangin til að
athuga hvaða kynfæri
þú værir með því þarna
varstu komin og tíminn okkar
byrjaður að telja

í dag eru tímamót
sem þú hefur beðið
svo lengi eftir
sem þú hefur talið niður í
með báðum höndum
talið sömu puttana aftur
og aftur
38 dagar, 14 dagar, 5 dagar, 15 mínútur
þú spyrð
hvað 9 dagar eru
margar sekúndur
og ég svara:
“örugglega milljón”
og þú segir
“en núna?”

núna 
ertu orðin átta ára
og þegar ég var að
pósta mynd af þér
áðan á instagram
í tilefni af þessum tímamótum
að þá var eina
sem kom í hugann að skrifa
með henni var:
“hvert fór tíminn?”
því það er það
sem fólk skrifar
en ég veit alveg
hvert tíminn fór
ég hef ferðast
með þér þessar
252 milljón sekúndur
ferðalag sem verið
tilfinningaleg ganga uppá
everest eða eitthvað
annað yfirgengilega erfitt fjall
með útsýni sem grípur
allan andann minn

ég hef fundið fyrir hverri 
einustu af þessum 252 milljón
sekúndum
þannig að ég veit
hvert tíminn fór
því ég ferðaðist
með honum





hlakka til að deila með þér fleiri orðum í næstu viku.



Also in orð vikunnar

orð vikunnar // 15.-21.feb
orð vikunnar // 15.-21.feb

February 22, 2021

orð vikunnar // 8.-14.feb
orð vikunnar // 8.-14.feb

February 15, 2021

orð vikunnar // 1.-7.feb
orð vikunnar // 1.-7.feb

February 08, 2021