Vefverslun er hætt - fréttir koma síðar hvort plakötin verði fáanleg í verslunum <3

0

Your Cart is Empty

November 09, 2020

einhver af orðunum sem ég fann í síðustu viku. 
stundum nokkur, stundum fleiri en alltaf einhver. 
 
 

þessa vikuna var ég aðallega að skrifa um aðra, sérsamin ljóð fyrir 
sérprentuðu plakötin. mér finnst það svo svo gaman, að semja ljóð,
ástarljóð, um ykkur, útfrá einu lýsingarorði.
ætla bara skrifa hérna smá um vikuna mína, óritskoðað frá hjartanu. 

þessa vikuna kannski lærði ég það ekki en fékk harkalega 
áminningu um að hver dagur telur 
að sofna ekki á eigin verði 
að taka ekki á móti einhverju sem ég get ekki gefið tilbaka 
að ef ég get ekki staðið upprétt, að þá þurfi ég aðstoð frá 
fagaðilum sem hafa auka hendur til að hjálpa mér 
að ég verð að lifa, meðan ég er lifandi 
og til þess að lifa verð ég að hugsa um líkamann minn og 
nota hann eins og hægt er til að framleiða náttúruleg efni sem 
hjálpa huganum mínum 
foreldrar mínir og systkyni mín eiga heima í seattle 
þau eru mér allt, ég finn hvergi meiri gleði 
en að dansa við 50cent á aðfangadegi með þeim 
ég veit ekki meiri um meiri hamingju en akkurat þá
og undir heimsfaralds-fríum aðstæðum værum við 
ísold að fara til þeirra 
að komast ekki er ekki heimsendir, það er ekki 
sambærilegt við svo margt annað sem er að gerast 
en það er ekki hægt að bera neitt saman 
vissulega eigum við marga aðra að og það verður
örugglega notalegt,  þetta lítill missir í stóra 
samhenginu 
en það er skammdegið, og lífið mitt hefur síðustu 
mánuði tekið drastískum breytingum og þá á ég það til
að loka mig af, og gleyma að lifa 
gleyma öllum litlu hlutunum sem eru 
lífsnauðsynlegir 
gleyma að hreyfa mig, gleyma að hitta fólk (enda ekki auðvelt), gleyma að 
tala við fólkið sem ég elska, gleyma að ég eigi einhverja að (ég á mjög marga að)
líða ein, líða
innilokuð í eigin huga.
það var eins og teppi hafi verið hrifsað af barni í byrjun vikunnar
þegar ég áttaði mig á því að 
ég gæti ekki legið undir þessu teppi lengur 
ég er ekki ein, enginn er einn, 
glerveggurinn utan um hugann minn 
féll svo harkalega í gólfið 
og ég ætla að vera daglega að 
hreinsa brotin, biðja um aðstoð,
gefa, gefa af mér, taka ekki meir en ég gef
og þessi vetur verður fallegur, ok? 

 






hlakka til að deila með þér fleiri orðum í næstu viku.



Also in orð vikunnar

orð vikunnar // 15.-21.feb
orð vikunnar // 15.-21.feb

February 22, 2021

orð vikunnar // 8.-14.feb
orð vikunnar // 8.-14.feb

February 15, 2021

orð vikunnar // 1.-7.feb
orð vikunnar // 1.-7.feb

February 08, 2021