Vefverslun er hætt - fréttir koma síðar hvort plakötin verði fáanleg í verslunum <3

0

Your Cart is Empty

October 05, 2020

einhver af orðunum sem ég fann í síðustu viku. 
stundum nokkur, stundum fleiri en alltaf einhver. 

 

það skiptir ekki máli
hvar ég er með þér
þú ert allur heimurinn minn
hvort sem er

 


því meira sem ég þrái 
að tengjast því meira 
einmana líður mér 


hugurinn minn er alltaf að hlaupa
svo langt á undan líkamanum
þarf að komast í betra form til að 
eiga séns í hann 



þú segir að þú þekkir mig 
en eina sem þú þekkir 
er það litla sem ég sýni þér 
samanblandað við stórfenglegt
ímyndunaraflið þitt 


 

 

hlakka til að deila með þér fleiri orðum í næstu viku.



Also in orð vikunnar

orð vikunnar // 15.-21.feb
orð vikunnar // 15.-21.feb

February 22, 2021

orð vikunnar // 8.-14.feb
orð vikunnar // 8.-14.feb

February 15, 2021

orð vikunnar // 1.-7.feb
orð vikunnar // 1.-7.feb

February 08, 2021