það skiptir ekki máli
hvar ég er með þér
þú ert allur heimurinn minn
hvort sem er
því meira sem ég þrái
að tengjast því meira
einmana líður mér
hugurinn minn er alltaf að hlaupa
svo langt á undan líkamanum
þarf að komast í betra form til að
eiga séns í hann
þú segir að þú þekkir mig
en eina sem þú þekkir
er það litla sem ég sýni þér
samanblandað við stórfenglegt
ímyndunaraflið þitt
hlakka til að deila með þér fleiri orðum í næstu viku.