December 07, 2020

einhver af orðunum sem ég fann í síðustu viku. 
stundum nokkur, stundum fleiri en alltaf einhver. 
 

 

 

veit aldrei hvað verður 
en ég er virkilega þakklát
fyrir allt sem er núna

 hjartað mitt
er fast af ástæðu
það er ekki hannað
til að vera rifið út
annað slagið

 

 


ég mun sannfæra þig
um að ég sé allt
sem þig dreymir um
þangað til að ég þekki
mig ekki lengur

 


get ekki verið það sem
þú þarft þegar þú ert ekki
það sem ég þarf


 

 

hvar get ég lagt inn
smá auka ást sem ég
væri til í að taka út seinna?


líkaminn minn
elskar líkamann þinn
fastar en ég ræð
líkamlega við

 

 hlakka til að deila með þér fleiri orðum í næstu viku.

 Also in orð vikunnar

orð vikunnar // 15.-21.feb
orð vikunnar // 15.-21.feb

February 22, 2021

orð vikunnar // 8.-14.feb
orð vikunnar // 8.-14.feb

February 15, 2021

orð vikunnar // 1.-7.feb
orð vikunnar // 1.-7.feb

February 08, 2021