October 12, 2020

einhver af orðunum sem ég fann í síðustu viku. 
stundum nokkur, stundum fleiri en alltaf einhver. 

intro: ég var mjög væmin í vikunni, var mikið að sakna og
mikið að elska og var líka að fara yfir gömul orð sem komust ekki í bókina. 

 


öll auka slögin sem
hjartað mitt hefur tekið
síðan ég hitti þig fyrst

 

það er ekkert sem ég myndi ekki
rífa niður og endurbyggja
til að ná þér þar út og í
faðminn minn

 

ég er hjá þér og
þú ert hjá mér
þótt löngu hendurnar mínar
séu langt frá því að
ná þér þá
sofum við undir
sömu sæng í 
huganum mínumþað skiptir ekki máli
hvar ég er með þér
þú ert allur heimurinn minn
hvort sem er
nokkur gömul orð sem komust ekki í ljóðabókina: skilafresturinn er útrunninn
og eina sem ég hef er: takk,
fyrir að sýna mér heiminn þinnþú gafst mér og gafst mér
en fékkst ekkert tilbaka
því ef ég gæfi þér einn fingur
alla mína tilveru
þú myndir taka

 ég er bara 24 ára kona, trúlofuð manni
sem horfi of mikið á L-Word
lítið tengd nútímanum
því ég er svo mikið
að ferðast um
í huganum
að hugsa um allar stelpurnar
sem hafa vakið hjá mér
hughrifum


// 2013 
hlakka til að deila með þér fleiri orðum í næstu viku.

 Also in orð vikunnar

orð vikunnar // 15.-21.feb
orð vikunnar // 15.-21.feb

February 22, 2021

orð vikunnar // 8.-14.feb
orð vikunnar // 8.-14.feb

February 15, 2021

orð vikunnar // 1.-7.feb
orð vikunnar // 1.-7.feb

February 08, 2021