Vefverslun er hætt - fréttir koma síðar hvort plakötin verði fáanleg í verslunum <3

0

Your Cart is Empty

November 16, 2020

einhver af orðunum sem ég fann í síðustu viku. 
stundum nokkur, stundum fleiri en alltaf einhver. 
 
 

ætla deila með þér hérna nokkrum ástarljóðum úr archive-inu mínu. 
las upp aðeins fleiri á instagram, getið séð það hér:

https://www.instagram.com/tv/CHqVzQAgneq/

 


þú ert draumur
fallegur og hrífandi
draumur 
en þegar raunveruleikinn mætir á svæðið
líkt og úrhellir á fyrsta skóladeginum
þá lokaru aftur augunum
stimplar þig út úr aðstæðum og
leitar af nýjum ævintýrum

 

 

stundum
verður ástin bara ekki búin til
með daglöngum rúmstundum
falafelvefju-heimsendingum
faðmlögum yfir fótboltaleik í sófanum
óteljandi skotum á Jolene, djammsleikum
eða klukkustunda augnlitum

stundum
verður ástin bara ekki búin til
og sumar ástarsögur verða alltaf
án ástar

 

 


þú ert brot á mynstrinu mínu
treysti þér ekki fyrir tilfinningum mínum
þú ert óþekkt breyta sem
fylgir bara flæðinu
lifir í núinu og gætir jafnvel
flúið mig

 

vill ekki vera
sumarástin þín
afsprengi vormaníu
sem endar með haustinu
þegar skammdegið
tekur yfir kærulausa gamanið
viltu heyra í mér
þegar vetra fer
kannski í nóvember?


 


hlakka til að deila með þér fleiri orðum í næstu viku.



 



Also in orð vikunnar

orð vikunnar // 15.-21.feb
orð vikunnar // 15.-21.feb

February 22, 2021

orð vikunnar // 8.-14.feb
orð vikunnar // 8.-14.feb

February 15, 2021

orð vikunnar // 1.-7.feb
orð vikunnar // 1.-7.feb

February 08, 2021