Ljósmyndaverkið Ský er ástaróður til skýjanna, en í verkinu er kannaður þessi síbreytilegi hluti af okkar daglega umhverfi.
Síðustu ár hef ég notað myndavélina til að fanga tilfinningar sem ég næ ekki utan um með orðum, en þar hafa skýin veitt mér hvað mestan innblástur.
Flæðandi formin á himninum sem eiga sér vísindalega skýringu en mér finnst skýin vera hið mesta undur og staður þar sem draumar eiga heima.
Verkið er til sýnis í gallerí Skriðuklausturs til 7.júní.
Innrömmuðu verkin eru afhent eftir að sýningu lýkur.