ég hef verið að taka að mér að mynda börn, fjölskyldur, fólk, vörumyndir og viðburði síðan dóttir mín fæddist, árið 2012. árið 2017 fór ég svo í Ljósmyndaskólann og fékk mikinn áhuga á listrænni ljósmyndun og stunda það í frítíma mínum. ég er búsett á Egilsstöðum og er með stúdíó aðstöðu þar, en einnig get ég ferðast hvert á land sem er gegn ferðakostnaði. ég hef alla ástina fyrir að mynda fólk, sérstaklega börn og vil að öllu fólki líði vel á meðan og fái fallegar myndir.
innifalið:
- 5 fullunnar myndir í lit og svarthvítu
- ein staðsetning utandyra eða í stúdíói
- allt að 30 mín myndataka
verð: 30.000 kr.
innifalið:
- 10 fullunnar myndir í lit og svarthvítu
- ein staðsetning utandyra eða í heimastúdíói (egilsstaðir)
- allt að 60 mín myndataka
verð: 40.000 kr.
innifalið:
- 15 fullunnar myndir í lit og svarthvítu
- tvær staðsetningar t.d. úti og inni
- allt að 90 mín myndataka
verð: 50.000 kr.
myndataka fyrir einn
innifalið:
- 2 fullunnar myndir í lit og svarthvítu
- ein staðsetning utandyra eða í heimastúdíói
- allt að 30 mín myndataka
verð: 20.000 kr.
myndir teknar á fyrstu 2 vikum barns á heimilinu ykkar.
minni nýburataka:
- 5 fullunnar myndir í lit og svarthvítu
- myndatakan fer fram í heimahúsi hjá nýburanum
- allt að 60 mín myndataka
verð: 35.000 kr.
stærri nýburataka:
- 10 fullunnar myndir í lit og svarthvítu
- myndatakan fer fram í heimahúsi hjá nýburanum
- allt að 90 mín myndataka
verð: 45.000 kr.
tek að mér að mynda veislur, kirkjuathafnir, fundi og allskonar viðburði. grunnverð er 20.000 kr. og 15.000 kr./klst eftir það. innifalið eru myndir í rafrænu formi, ég vel að vinna eins margar og koma vel út, í lit- og svarthvítu.
megið endilega senda á mig og biðja um tilboð í stærri pakka.
ef það eru fleiri góðar myndir úr tökunni en þær sem þú bókaðir að þá sendi ég skjáskot af þeim sem koma til greina og þú getur valið úr og ég unnið þær á 2.500kr. stk.
myndunum er skilað sem wetransfer link, og koma þær í 2 möppum, í vef- og prentupplausn.
myndir í vefupplausn eru ekki með "logoi" en mér þykir vænt um að vera tögguð ef þið deilið á samfélagsmiðlun - @taratjorva á Instagram og tara tjörva á Facebook.
eftir tökuna getur tekið 1-2 vikur að vinna og skila myndunum.
ég áskil mér rétt á að birta myndir í auglýsingaskyni, ef þú vilt það ekki máttu láta mig vita.
ég er staðsett á egilsstöðum og er þar með stúdíó aðstöðu, fyrir myndatöku utandyra þá get ég eða þið valið stað. staðsetning utan egilsstaða kostar aukalega.
fyrir myndatöku utandyra eða í heimahúsi á höfuðborgarsvæðinu megiði líka hafa samband, en ég er þar reglulega.
fyrir nánari upplýsingar eða tilboð geturu sent mér skilaboð á tara@taratjorva.com - til að bóka töku geturu fyllt út formið hér að neðan.